26.11.2008 | 08:28
28 dagar til jóla
Það styttist í jólin ekki nema 28 dagar og aðeins 18 kennsludagar vei vei vei. Hlakka til að fara í jólafrí enda er ég svolítil jólastelpa. Þetta verða fyrstu jólin okkar Ottó saman og vonandi verða allir synir okkar hjá okkur, saman eigum við 4 gaura. Vá ég verð ein með 5 gaurum og kannski 6 ef pabbi verður hjá okkur.
Ég fékk sendan tölvupóst í gær um ástina og langar að setja hann hér inn. Að vera ástfanginn er það besta í heimi, og er ég svo heppin að vera ástfangin í dag.
Hvað er ást í hugum ungra barna?
Gefðu þér 3 mín. til að lesa þetta. Það er alveg þess virði.
Hópur af af 4 8 ára börnum fékk spurninguna Hvað þýðir Ást?"
Svörin voru fjölbreyttari og dýpri en margan hefði grunað.
Þegar amma mín fékk liðagigtina gat hún ekki beygt sig niður til að lakka
táneglurnar lengur. Svo afi minn gerði það alltaf fyrir hana, jafnvel eftir að hendurnar hans
fengu liðagigt líka. Það er Ást."
Rebekka 8 ára
Þegar einhver elskar þig, segja þeir nafnið þitt öðruvísi.
Þú bara veist að nafnið þitt er öruggt í munninum á þeim."
Billy 4 ára
Ást er þegar stelpa setur á sig ilmvatn og strákur setur á sig rakspíra
og þau fara út og lykta hvort af öðru."
Karl 5 ára
Ást er þegar þú ferð út að borða með einhverjum og hann gefur þér
frönskurnar sínar án þess að láta þig gefa sér nokkuð af þínum eigin."
Chrissy 6 ára
Ást er það sem fær þig til að brosa þegar þú ert þreytt."
Terri 4 ára
Ást er þegar mamma gerir kaffi handa pabba, og hún tekur sopa áður en hún
gefur honum það til að vera viss um að bragðið sé í lagi."
Danny 7 ára
Ást er þegar þið kyssist öllum stundum. Síðan þegar þið eruð þreytt á að
kyssast viljið þið enn vera saman og tala meira.
Mamma mín og pabbi eru þannig. Það er ógeðslegt þegar þau kyssast."
Emily 8 ára
Ást er það sem er með þér í stofunni á jólunum ef þú stoppar að taka upp
gjafirnar og hlustar."
Bobby 7 ára (Vaá!)
Ef þú vilt læra að elska meira skaltu byrja á vini sem þú hatar."
Nikka 6 ára
(við þurfum nokkrar milljónir af Nikkum á þessa jörð)
Ást er þegar þú segir strák að þér finnist skyrtan hans falleg,
og þá gengur hann í henni alla daga."
Noelle 7 ára
Ást er eins og lítil gömul kona og lítill gamall maður sem eru
enn vinir jafnvel eftir að þau kynnast hvort öðru svo vel."
Tommy 6 ára
Þegar ég var með píanótónleikana mína, var ég á sviði og ég var hrædd.
Ég leit á allt fólkið sem horfði á mig og sá pabba minn veifa og brosa.
Hann var sá eini sem gerði það. Ég var ekki hrædd lengur."
Cindy 8 ára
Mamma mín elskar mig meira en nokkur annar.
Þú sérð engan annan kyssa mig góða nótt á kvöldin."
Clare 6 ára
Ást er þegar mamma gefur pabba besta hlutann af kjúklingnum."
Elaine - 5 ára
Ást er þegar mamma sér pabba illa lyktandi og sveittan
og segir enn að hann sé myndarlegri en Robert Redford."
Chris 7 ára
Ást er þegar hvolpurinn þinn sleikir þig í framan
eftir að þú skildir hann eftir einan allan daginn."
Mary Ann 4 ára
Ég veit að stóra systir mín elskar mig vegan þess hún gefur mér
öll gömlu fötin sín og verður að fara í búðina og kaupa ný."
Lauren 4 ára
Þegar þú elskar einhvern, fara augnhárin upp og niður
og litlar stjörnur koma út úr þér." (þvílík sýn)
Karen 7 ára
Þú ættir ekki að segja Ég elska þig" nema þú meinir það.
En ef þú meinar það áttu að segja það oft. Fólk gleymir."
Jessica 8 ára
Og að lokum:
4 ára gamall drengur átti gamlan herramann að nágranna sem hafði nýlega
misst konuna sína. Þegar hann sá gamla manninn gráta, fór litli drengurinn inn í garð
herramannsins, klifraði upp í kjöltu hans og bara sat þar.
Þegar móðir hans spurði hann hvað hann hafði sagt við gamla manninn
svaraði hann: Ekkert. Ég bara hjálpaði honum að gráta."
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2008 | 10:49
Langt á milli blogga
Já góðan daginn.
Nú styttist í jólin, fyrsti í aðventu í dag. Afmælistörnin fyrir Bergþór Atla er búin. Við vorum með strákaafmæli á fimmtudaginn og fékk Bergþór að halda það uppi hjá Ottó og vakti playstation 3 mikla lukku. Drengirnir fengu pizzu og köku og horfðu á Narníu 2 á meðan. Yfirleitt hefur verið mikið fjör í þessum strákum en núna voru þeir mjög rólegir og kurteisir enda komnir í 4. bekk. Kennaratakturinn er tekinn á þá og þá gengur allt ljómandi hehehehe.
Í gær kom síðan fjölskyldan og fékk súpu, brauð og meðlæti í hádeginu. Þrátt fyrir litla íbúð ákvað ég að bjóða fjölskyldunni hans Ottó líka. Það var ekkert svo þröngt enda gátu unglingarnir laumað sér á efri hæðina. Afmælið tókst mjög vel og það best var að ég var búin að ganga frá öllu fyrir kl:17.
Margt hefur nú gerst síðan síðast var bloggað og nenni ég ekki að rifja það neitt upp nema kannski að ég byrjaði á því að baka pönnukökur. Þegar ég var í grunnskóla átti ég að baka pönnukökur og tókst það mjööööög illa og ákvað ég því að ég gæti þetta bara ekki. Hef reynt kannski 3 eftir þetta og alltaf klúðrað því. En um daginn þá var ættarmót hjá Ottó og hann lofaði að koma með pönnukökur, þar sem hann kann ekki að gera þær þá þurfti ég auðvitað að aðstoða hann við þetta og viti menn ég er algjör snillingur í pönnukökubakstri. Einn sunnudagsmorguninn stóð ég við eldavélina í 4 klukkutíma og steikti pönnsur og þær voru frábærar þó ég segi sjálf frá.
Næsta föstudag ætla ég ásamt pabba, mömmu, Siggu og Sæunni að leggja land undir fót og liggur leiðin til Oxford. Við ætlum að vera viðstödd útskrift Pálma bró, nánar tiltekið hjá DR Pálma. Mikill spenningur er í liðinu sérstaklega hjá Sæunni. Pabbi er búinn að gefa það út að ekkert verði verslað, já einmitt. Við ætlum aðeins að kíkja í búðir en ekkert mikið því pundið hækkar á hverjum degi.
Jæja nenni ekki meiru ætla að reyna að vekja þessa karlmenn sem ég bý með.Njótið lífsins því það er dásamlegt að vera til núna. Koss og knús handa þeim sem nenna að lesa þetta.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2008 | 13:40
Sunnudagur
Helgin er búin að vera æðisleg, já já taka væmnina á þetta, en þetta er alveg satt. Helgin byrjaði eiginlega á fimmtudaginn hjá okkur því það var vetrarfrí í skólanum á föstudaginn. Við borðuðum grillaðan kjúkling og síðan var kósýkvöld með helling af nammi og dvd mynd. Þar sem ég er í algjörum minnihluta (1 á móti 4) á mínu heimili núna var horft á strákamynd, Indiana Jones. Matti var sá eini sem þurfti að vakna á föstudeginum og fara í skóla. Við hin gátum sofið og haft það kósý, Ottó tók sér frí til að geta verið með okkur heima. Þegar Matti kom heim fórum við öll í sund og síðan á Subway að næra sig. Um kvöldið var síðan pizza hjá Gunnu systir hans Ottó þar sem stórfjölskyldan hittist. Þau eru með svona kvöld annan hvern föstudag og finnst mér þetta frábær hefð. Laugardagurinn fór í mest lítið fótboltaáhorf hjá sumum en ég keyrði pabba á völlinn en hann ætlar að passa Emblu í vetrarfríinu hennar sem er vika. Þegar ég kom heim fórum við að versla í matinn, drengirnir vildu allir lambakjöt sem var erfitt að fá. Enduðum í Gallerýkjöt á Grensásvegi og fengum fínar lærisneiðar og geðveikt nautakjöt. Ottó eldaði þetta ofan í okkur og allir voru saddir og sælir þegar sest var niður fyrir framan kassann. Nú er kominn sunnudagur og er ég að reyna að fá liðið út en það gengur frekar hægt því það er fótbolti í sjónvarpinu og eru þeir ALLIR fótboltasjúkir. Í hvað er ég eiginlega komin Á morgun er líka vetrarfrí og ætla ég sko að njóta þess.
Þangað til næst hafið það sem allra best og njótið þess að vera til. Lífið er geggjað hehehehehehe
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008 | 10:33
Pabbi á afmæli í dag
Elsku pabbi minn
Til hamingju með daginn.
Kreppa kreppa kreppa þetta er hundleiðinlegt orð og ástand sem er að skemma fyrir mér argasta. Þrátt fyrir allt þetta vesen er nóg að gera hjá mér og mínum. Á laugardag var það afmælið hjá Veru nágranna, nokkuð gott og ekkert smá skemmtilegur DJ ( enda ættaður úr Hrísrimanum). Sunnudagurinn fór í mega slökun. Bergþór fór í 2 afmæli um helgina og það styttist í hans eigið (17. nóv). Við skiptum um dekk á bílnum mínum eða ok Ottó sá um það ég horfði bara á hehehehe. Marteinn keyrir og keyrir og keyrir og já hann er sem sagt að missa sig núna. Pabbi hans keypti vetrardekk undir drossíuna þannig að maður getur verið aðeins rólegri. Framundan er síðan vetrarfrí, ekki leiðinlegt.
Eins og þeir sem hafa komið heim til mín vita þá á ég svolítið af húsgögnum, nú er unnið í því að jafna fjölda þeirra á báðum hæðum. Í gær fluttu stólarnir mínir upp og framundan er að fara með einn skáp. Það verður þá aðeins rýmra um okkur á neðri hæðinni og sumir geta notið sín í langþráðum húsbóndastól.
Bless í bili
Dægurmál | Breytt 22.10.2008 kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2008 | 09:10
Lélegur bloggari
Ég held að ég sé einn lélegasti bloggari sem ég þekki, allavega ekki mjög virkur bloggari. Lífið gengur sinn vanagang, vinna og skóli hjá fjölskyldunni. Vika síðan frumburðurinn fékk bílpróf og var ansi mikið bensín notað fyrstu helgina. Hann rúntaði stanslaust á öllum bílum sem hann gat. Ég var frekar stressuð þessa helgina en Ottó alls ekki og lánaði honum sinn bíl, sem er auðvitað miklu betri en Yarisinn minn ( að þeirra mati). En við þurfum ekki lengur að lána honum kerrurnar okkar því drengurinn keypti sér bíl í vikunni, Corollu. Og er hann ekkert smá hrifinn af henni, hún er ekki enn komin með nafn en það hlýtur að koma. Drengurinn er að verða fullorðinn hmmmmm hvernig ætli það gangi.
Í dag er Bergþór Atli í samræmdu könnunarprófi í íslensku og á morgun er það stærðfræðin. Ég sjálf sit yfir mínum nemendum sem eru einnig taka samræmt könnunarpróf. Svaka stuð eða þannig.
Það styttist í helgina og er hún barnlaus hjá okkur Ottó. Fertugsafmæli hjá Veru nágranna á laugardag og ef hvítvín verður í boði þá verður slökun á sunnudag
Annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili, hafið það sem allra best og njótið þess að vera til. Það ætla ég að gera því lífið gæti bara ekki verið betra en það er núna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 14:25
Allt vitlaust í landinu
Skútan slapp við að sökkva í bili alla vega. Ekki laust við það að þunglyndiseinkenni láti á sér kræla í allir þessari banka og penignaumræðu. En það þýðir víst ekkert að væla yfir þessu, mennirnir sem vildu ekki bjóða mér í bátinn á sínum tíma þröngva sér upp í minn núna og ég get bara alls ekki komið þeim fyrir borð. Þegiðu bara, hlýddu og vertu góð við alla alveg sama hvað þeir gerðu af sér já já já.
Jæja nóg um þetta tuð því lífið hefur upp á fullt annað að bjóða. Við erum búin að fara í fullt af alls konar veislum, afmæli og skírnarveislur. Merkilegt hvað það fæðast mörg börn núna í kringum mig. Nýjustu nöfnin eru Aðalheiður Sif, Daníel Rökkvi, Sigrún Helga og Hildur Helga. Þessi kríli tengjast stórfjölskyldunni í Hrísrimanum og enn er von á fleirum.
Læt þetta duga í bili, njótið lífsins. Ég er alla vega að gera það ;0)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 14:29
Var klukkuð
Grunnskólakennari, aðstoðarmaður í eldhúsi, mínibarsstjóri , barnapía
Fjórar bíómyndir:
My best friends wedding, Harry Potter, Leaglly blond
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Reykjavík
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Næturvaktin, Greys Anatomy, House, Friends
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
Mbl.is, Facebook,
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Spánn, Bretland, Krít
Fjórir uppáhalds réttir:
humar humar humar humar
Fjórar bækur:
Vá get ekki valið
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 16:29
Brúðkaup búið og 3 afmæli um næstu helgi
Jæja þá eru þau lögleg Sigga og Sjonni. Stóri dagurinn var á laugardaginn og tókst þetta allt saman stórvel, þrátt fyir rok og rigningu. Flottar veitingar, skemmtilegt fólk og allt eins og það átti að vera. Held bara að allir hafi verið svakalega sáttir.
Framundan eru síðan afmæli, Matti og Birgir eiga afmæli um næstu helgi. Og síðan ætlar Ottó að halda upp á afmælið hans Óla sem var um síðustu helgi. Þannig að það er nóg að gera á þessum bæ.
Ekki má gleyma því að Marteinn er að verða 17 ára sem þýðir BÍLPRÓF.
Hafið það sem allra best.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2008 | 11:36
Aðalheiður Sif
Þumalína fékk nafn í gær, Aðalheiður Sif heitir stúlkan. Verður líklega kölluð Heiða Sif. Heiða amma hét Aðalheiður og amma hans Gaua hét Anna Aðalheiður. Þannig að nafnið kemur báðum megin frá. Grínið í gær var það að nú væru Heiða og Ottó komin aftur í fjölskylduna ( maðurinn hennar ömmu hét nefnilega Ottó). Gaman að þessu.
Í dag er það síðan afmæli hjá Emblu Sif í Keflavík og brúðkaup næstu helgi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2008 | 17:12
Taka tvö
September verður ansi strembinn mánuður hjá mér og mínum. Vinnan auðvitað, skírn, fullt af afmælum, brúðkaup og síðan ræktin, fundir, fótboltamót og fótboltaleikir.
Á mánudaginn kom ég með þá yfirlýsingu að ég væri aldrei veik hmmmmm sem er alveg satt. En hvað haldið þið að hafi gerst. Já ég varð veik og er enn veik. Er búin að vera með háan hita og hálsbólgu dauðans. Mætti auðvitað í vinnu á þriðjudegi en þurfti að fara heim um hádegi, skellti mér til læknis sem sagði að ég ætti að vera heima í 4 - 5 daga einmitt eins og það sé hægt sem kennari. Ég var samt heima á miðvikudegi og var í móki allan daginn. Auður kom báða dagana í læknisvitjun og útbjó töfradrykk. Takk fyrir Auður mín. Nú ég vaknaði hitalaus á fim og fór auðvitað í vinnuna en
það var kannski ekki mjög sniðugt því þegar ég var búin að kenna fór ég heim og var þá komin með 39 stiga hita. Lá það sem eftir var dags í sófanum að krókna úr kulda aðra mínútuna og kafna úr hita hina. Ég ákvað því að vera heima í dag og reyna að ná þessu úr mér. Vonandi tekst það um helgina. Ég þoli ekki að vera veik.
En þrátt fyrir að vera veik þá er lífið bara dásamlegt og vonandi verður það áfram.
Jæja orkan búin núna meira seinna
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar