6.7.2008 | 09:20
Er humar góður?
Þetta er búin að vera annasöm vika. Seldi Opelinn og keypti Yaris í staðinn og er mjög sátt með það. Sólin hefur nú ekki verið neitt að glenna sig of mikið alla vega hef ég eiginlega ekkert verið í sólbaði. En í staðinn hef ég verið að passa börn, var afleysingarmamma fyrir Hallvarð þar sem móðir hans var á ráðstefnu í Danaveldi ( var víst ógó gaman þar). Nú á fimmtudegi komu Egill og Sólveig og voru hjá mér framm á föstudag að vísu með viðkomu hjá pabba um nóttina. Birgir og Atli Hrafn komu líka aðeins og fimmtudegi. Sem betur fer var gott veður þann daginn þannig að hersingin gat verið úti, íbúðin ræður ekki alveg við svona mörg börn. Sigga og Sjonni komu síðan með Sæunni og Jónu Dis og við grilluðum lamb og hammara í liðið. Góður dagur.
Hóstinn er enn til staðar en fór til læknis á fös og hélt hún að ég væri með kinnholsbólgur, fékk sýklalyf og púst í nef og vonandi fer þessi helv........ hósti. Kemur í ljós.
Fór aðeins í Matborðið í vikunni og sé sko ekki eftir því var nefnilega leist út með humri. Sigga systir grillaði hann síðan í gær og bjó einnig til geggjaða humarsúpu. Humar og hvítvín er það besta sem ég fæ. Allir saddir og sælir í Gvendargeislanum í gær.
Við Bergþór sátum saman eitt kvöldið að horfa á imbann þegar allt í einu dettur upp úr honum: Mamma ef þú eignast kærasta þá verð ég feiminn fyrst en venst honum síðan á viku. Gott að vera með þessar upplýsingar á hreinu ´
Marteinn er mjög upptekinn ungur maður, stundar vinnu og fótboltaæfingar og þess á milli er hann með vinum og vinkonum. Barnið mitt er víst að verða fullorðið hmmmmmm finnst það svolítið erfitt en svona er lífið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2008 | 12:11
Vá langt síðan
jæja það er svolítið langt síðan síðast hehehehe.
Hef ekki haft þörf fyrir að skrifa eitt eða neitt en kannski breytist það nú í sumarfríinu.
Ég er ljón og hef alltaf lesið stjörnuspána mína, undanfarið hef ég alveg getað tengt hana við það sem er að gerast í lífi mínu. Þessa dagana hugsa ég svakalega mikið hmmmmmmm. Í gær var spáin svona:
Ljón: Sama hvernig þú hugsar um hlutina, niðurstaðan er alltaf sú sama. Þetta er tákn þess að þú eigir að hætta að hafa það á heilanum. Líklega ertu ástfanginn......................
Það er spurning er maður ástfanginn eða ekki ?????????
En auðvitað er þetta bara bull og vitleysa.
Ég er búin að vera aðeins í sólbaði eða eiginlega á hverjum degi frá því fríið byrjaði ( ekki leiðinlegt). Núna er sem sagt engin sól og ég veit varla hvað ég á að gera hehehe. Ættarmót framundan í mömmuætt en við Sigga tökum babba með okkur og ætlum að vera í viku á austurlandinu. Þurfum að heimsækja ömmur og sveitina. Annað er nú ekki planað í fríinu drengirnir verða hjá föður sínum í ágúst og þá veit ég ekkert hvað ég ætla að gera, læt það bara ráðast.
Á engan bíl í dag því Sjonna tókst að selja Zafiruna í gær og er ég bara nokkuð ánægð með það. Langar í Yaris og er á einum núna mjög skemmtilegur bíll, lítill að vísu en hvað þarf maður að gera með stóran bíl.
Jæja hætt í bili ætla að lesa meðan fótboltagengið er á æfingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2007 | 14:51
Annar í jólum
Jólaboð Atlabarna tókst bara vel. Nokkrir lasnir og sumir skera af sér puttana en það er í góðu vegna þess að á svæðinu voru 2 hjúkkur og 1 sjúkraliði. Hangikjötið svakagott, hvort sem það var einreykt, tvíreykt eða af sauð. Jólagrautur og ís í eftirrétt. Allir saddir og sælir.
Ég er búin að skella mér í ræktina og var svakalega dugleg, hljóp og lyfti smá. Náði síðan í Bergþór Atla en hann var með Siggu og Sjonna í heimsókn hjá Selmu. Núna eru drengirnir mínir að fara til pabba síns í jólakaffiboð. Og ætla ég að slaka á á meðan, verð að safna kröftum fyrir dagmömmudjobbið á morgun.
Er ennþá bara nokkuð ánægð með þessi jól. Finn að allt er á uppleið. Mér líður vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2007 | 11:24
Jóladagur í dag
Þá eru enn ein jólin komin. Í þessari fjölskyldu einkennast þau af veikindum. Atli Hrafn litla músin mín er búinn að vera fárveikur síðan á fimmtudag. Hann er með lungnabólgu og hlaupabólu. Hann er með mikinn hita og búinn að vera sárlasinn. Loksins fékk Bergþór Atli hlaupabóluna en tekur hana aðeins betur en nafni sinn. Hann er með 6 bólur og bara fjallhress ( ennþá). Síðan er Sólveig Lilja með hita heima hjá sér í Hveró.
Í gær aðfangadag vorum við pabbi og strákarnir mínir hjá Siggu og hennar fjölskyldu. Borðuðum hamborgarhrygg og tilheyrandi. Síðan fengum við kaneltertu og ís í eftirrétt. Að venju voru margir pakkar undir trénu og ég held að það hafi tekið hátt í 3 tíma að opna herlegheitin. Bergþór og Sæunn sáu um að lesa til skiptis. Allir fengu fullt af fallegum gjöfum og var Birgir sérstaklega hrifinn af Spiderman sem Bergþór fékk frá bróður sínum. Kvöldið var einstaklega gott enda gott að vera í Gvendargeislanum. Mamma og Teddi kíktu þegar þau voru á leið heim. Ég og synir mínir fórum síðan heim og klæddum okkur í nýju Joe boxer náttfötin okkar og slökuðum vel á. Fórum seint að sofa en vöknuðum auðvitað snemma í morgun.
Ég er mjög ánægð með þetta aðfangadagskvöld, mér leið mjög vel og vona að þetta sé það sem koma skal.
Í dag verður jólahangikjöt hjá Atlabörnum og vonandi geta allir komið þrátt fyrir veikindi. Boðið verður í Gvendargeislanum því það er stærsta húsið hehehe. Jæja hef þetta ekki meira að sinni vonandi verð ég nú duglegri að blogga á næstunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2007 | 09:32
Bakkakringlur
Bakkakringlur
500 gr hveiti
4 tsk ger
2 msk sykur
1/2 tsk kúmen
100 gr smjörlíki
1/4 l mjólk
Smjörlíkið brætt og mjólkinni hellt útí. Þurru efnunum blandað saman og sett út í vökvann. Deigið hnoðað sprungulaust og ekki mjög hart. Látið standa undir stykki eða í poka í 2 tíma. Síðan rúllað í lengjur og mótaðar kringlur. Bakað í ca. 15 - 20 mín við 200°
Mömmukökur
22.9.2007 | 17:08
Langt síðan síðast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2007 | 08:56
Það er kominn laugardagur
Já laugardagur runninn upp og sólin búin að skína alla vikuna. Þetta er yndislegt líf.
Við Siggu þurftum aðeins að fara í Smáralind í gær og skildum ekkert í því að þar voru bara óléttar konur. En allt í einu sagði Sigga þær eru hér því það er of heitt úti, hún man svo vel hvernig er að vera ólétt nýbúin tvisvar sinnum.
Við förum eldsnemma í fyrramálið til Skotlands og eru fötin okkar hér út um alla íbúð eigum eftir að koma þessu niður í töskur. Við vitum bara ekkert hvað við eigum að hafa með okkur, verður sól eða rigning það er stóra spurningin.
Þangað til næst blessss
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 20:30
Mánudagurinn
Helgin liðin og drengirnir komnir heim.
Góða veðrið heldur áfram og allir sáttir við það. Fyrsta dagsverkið var að koma unglingnum á fætur og í ökupróf. Hann er loksins að taka prófið á vespuna, ekki lærði hann nú mikið fyrir þetta og höfðum við foreldrarnir ekki mikla trú á að hann myndi ná nú í annað sinn. En hann kemur manni stöðugt á óvart og náði prófinu. Þá er bara næst að taka verklega prófið og þá get ég anda léttar, hann er þá alla vega með próf.
Næst var að koma þeim litla á fætur og á æfingu, hann var voðalega þreyttur og lengi á fætur. En kl: 11 vorum við mætt við Egilshöllina, hann á æfingu og ég í göngu. Rósa var að sjálfsögðu mætt líka og tókum við góðan klukkutíma rúnt. Ég lét þetta ekki næga heldur skellti mér strax í tíma í Worldclass, ekkert smá dugleg.
Næst lá leiðin í sund. Ég, Bergþór og Birgir skelltum okkur í Grafarvogslaugina. Geggjað veður og snargeggjaðir drengir. Hentu sér í laugina og létu eins og þeir væru einir í heiminum. Engin afslöppun í þetta sinn.
Eftirisundið þurftum við að flýta okkur heim því Matti var læstur úti. Birgir var ekkert smá glaður að sjá stóra frænda. Hann nennir nefnilega að leyfa honum að sitja á vespunni eða mótorhjólinu eins og Birgir kallar hana. Birgi fannst líka skrýtið að Steini væri ekki nálægt og spurði stöðugt um hann. Fannst örugglega skrítið að svarið sem hann fékk var að Steini væri að lúlla.
Skilaði kút og fór aðeins í Inter með Matta, fæ hann aldrei með mér neitt nema í búðir.
Leiðin lá síðan heim því Matti var að fara á leik og síðan á æfingu, kemur örugglega seint heim.
Kíkti aðeins á Ingu Maríu og hennar fólk.
Bergþór er úti að leika eins og vanalega, er greinilega með fráhvarfseinkenni eftir helgina.
Ég sit hér og læt mér leiðast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 16:35
Svo var bara sól
Í gær var síðan ekki sólarlaust heldur bara fullt af henni. Fór í mína hefðbundnu fótboltagöngu og þegar henni lauk um 12 þá hurfu skýin og sólin skein það sem eftir var dags. Fór til Siggu systir og var í garðinum hennar, hún að stinga upp beð en ég og Atli Hrafn í sólinni. ´
Við þurftum síðan að sækja Birgi á leikskólann og komum við í Harley Davidsson búðinni og keyptum eitt gjafabréf fyrir Tóta sem verður sjötugur í sept. Hann er forfallinn mótorhjóla- og gröfugæi eins og Birgir. Enda var Birgir að missa sig í búðinni, fullt fullt af mótorhjólum.
Í morgun þegar ég vaknaði var ég alveg viss um að það væri hellirigning og brjálað veður. En það var ekki rétt, enn einn sólardagurinn að vísu með roki en það var bara í fínu.
Skellti mér í ræktina og hélt að ég kæmist ekki heim eftir tímann, góður en mega erfiður. Ætla aftur á mánudaginn.
Drengirnir mínir eru að fara til föður síns um helgina, verð víst að sætta mig við það. Þarf að fara að læra inn á það að vera ein heima aðra hverja helgi. Það gengur eitthvað erfiðlega er auðvitað búin að vera með þeim nánast alla daga frá fæðingu.
Jæja læt þetta duga í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 09:20
Sólarlaust í dag
Gærdagurinn var vel nýttur, lá í sólinni frá 8:30 til 13:00. Þá var mér orðið flökurt af hita. Plataði pabba til að keyra mig upp í Salahverfi til að hitta Siggu systir. Hún þurfti að fara með Atla Hrafn í skoðun og var með Birgi með, það þarf sko auka hendur með þá tvo saman. Þetta var nú samt létt verk því Birgir svaf í bílnum á meðan Sigga var inni með hinn.
Eftir skoðunina kíktum við á kristalskrónur, fengum okkur síðan ís ( fengum númer 88 en 50 var í afgreiðslu biðum 38 kúnna ekki málið). Kíktum síðan í Hljómsýn og nú veit ég ekkert hvernig útvarp mig langar í, hélt að það væri Tivoli audio songbook en núna ??????
Eftir þetta fórum við heim og skiptum liði til að versla nenntum ekki með 3 drengi í bónus, fyrst fór ég og síðan við báðar því þá var Atli afi kominn til að passa.
Við Bergþór fórum síðan og horfðum á Matta spila fótbolta, tókum fyrri hálfleik. Þeir unnu 3 -1. Síðan grillaður lax hjá Siggu og þar á eftir heim að glápa og kúra.
Í dag verður ekkert sólbað því það er engin sól, sem er bara fínt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar