Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

ARGASTA

Var búin að skrifa fullt og allt datt út.

Námskeiðið búið

Búin að sitja tvo daga á námskeiði hjá Jóhanni Inga sála. Ég var nú frekar neikvæð fyrir námskeiðið þá sérstaklega hvað það átti að taka langan tíma frá undirbúningi kennslunnar. En þar sem það var nú bara nokkuð skemmtilegt að hlusta á kallinn þá var þetta bara í fínu lagi. Vinn bara hraðar næstu daga og ef það klárast ekki fyrir föstudag þá bara er það svoleiðis.

Þumalína nýjasti meðlimur stórfjölskyldunnar er með hjartagalla þ.e. stórt gat á milli gátta sem er opið á fósturskeiði en á að lokast þegar krílið fæðist. Þetta gæti lokað sér en ef ekki þá þarf hún að fara í aðgerð þegar hún verður ársgömul. Við vonum bara að þetta loki sér svo að krílið þurfi ekki að fara undir hnífinn.

Er þokkalega dugleg í ræktinni en ákvað að sleppa því að fara í dag, sló bara garðinn í staðinn. Sundið gengur ekki alveg eins vel veit ekki alveg hvenær ég ætti að fara þangað.

Að láta aðra hafa áhrif á líðan eða skap sitt, það er eitthvað sem allir þurfa að díla við. Í gær átti ég samtal við manneskju sem hefur í gegnum árin haft veruleg áhrif á skap mitt og líðan. Og þessari manneskju tókst það næstum því í gær. En ég komst útúr aðstæðunum með því að líta á þetta sem verkefni sem ég þurfti að leysa. Aðf hverju?????? Þegar ég var búin að komast að því af hverju þessi manneskja gerði þetta þá losnaði ég. Fékk að vísu hjálp frá góðum vinum og get ekki neitað því að boðskapur Jóhanns Inga hafði líka eitthvað með þetta að gera. Og nú líður mér miklu betur því ég veit að ég hafði betur og kem til með að gera það aftur.

Láta sér líða vel, það er mottó dagsins.

 


Mætt til vinnu

Vinnan hafin og gaman að  hitta alla aftur sólbrúna og sæta. Dagurinn fór að mestu leyti í að laga töflur ( eitthvað sem átti að vera tilbúið). Skólabækur komnar inn í stofu og næsta skref er að gera kennsluáætlanir, töflur fyrir nemendur og annað sem þarf að gera áður en nemendur mæta á svæðið. Þyrfti að fara út í skóla í dag en nenni því bara alls ekki en ef ég geri það ekki verður næsta vika nokkuð þung.

Eftir vinnu í gær fórum við pabbi í Hveragerði að kíkja á krakkaskarann þar hehe. Þumalína svaf allan tímann sem við stoppuðum, Egill var á fullu við að skreyta fyrir Blómstrandi daga sem eru nú um helgina. Rauði liturinn var þeirra og var hann að hengja borða um allt. Skemmtilegt hvernig allir bæjarbúar taka þátt í þessu. Sólveig var ansi fjörug, þurfti að sýna mér eitthvað sem hún vissi varla hvað var. Vildi auðvitað fá sömu athygli og lillan skiljanlega þar sem hún var aðalprinsessan áður. Núna eru þær tvær eða þrjár með Rönnu. 

Pálmi bróðir er á landinu um helgina, brúðkaup hjá vini hans. Embla Sif er með honum og ætlar að vera eftir hjá ömmum sínum. Pálmi og Elín koma síðan í september fyrir brúðkaupið hennar Siggu. Vonandi hitti ég hann á eftir, alltaf gott að knúsa litla bro.

Sunnudagurinn lofar góðu þar sem Ottó er að koma heim frá Danmörku. Seinna um daginn er síðan grillveisla hjá fjölskyldu hans sem við ætlum að fara í og þá sé ég slektið í fyrsta sinn Crying, nánast alla í einu.  En það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki er það ekki????

Jæja nú þarf ég að taka ákvörðun um það hvort ég eigi að fara að vinna eða skoða bróa.


Tilhlökkun eða kvíði???

Vaknaði kl:5 í morgun og hef ekki getað sofnað aftur. Hlakka ég svona til að fara í vinnuna eða er þetta kvíði hmmmmmmm. Kannski bara bæði. Það sem reddaði morgninum var sms sem ég fékk kl: 6 frá Ottó mínum og síðan símhringing í framhaldi. Þeir feðgar ætla í Tívolí í dag og síðan koma þeir heim á sunnudag. Happy  Núna er  kominn tími á að klæða sig og koma sér svo í vinnuna.

Vinna á morgun

Þá fer ballið að byrja, mæting á morgun kl:8:30 og allt á fullu. Ná í bækur, stundaskrá, kennsluáætlanir og allt hitt. Næsta vika er þéttsetin af fundum hmmmm en gaman.

Síðasti frídagurinn: Vaknaði eldsnemma og fór að lesa, fór aðeins út í sólbað, talaði við Ottó sem var frekar slappur hehehe, hjálpaði Siggu við að skrifa á boðskortin fyrir stóra daginn, fórum gangandi að sækja Atla á róló, komum við á salatbarnum í Hagkaup, fórum í Kringluna, Sigga keypti afmælisgjafir fyrir Sunnu og Eydísi og ég keypti mér geggjað hálsmen og eyrnalokka fyrir gjafabréfið sem ég fékk á afmælisdaginn minn. Hlakka til að sýna það á sunnudaginn InLove Síðan fór ég í ræktina og núna sit ég með tölvuna  í fanginu og skrifa þetta. 

Í gær var Bergþór Atli hjá mér og við keyptum skólatösku, auðvitað valdi hann dýrustu töskuna í búðinni. Díllinn var að hann fékk töskuna og verður að nota hana í 4 ár.  Við Bergþór fórum síðan saman á völlinn til að horfa á Matta spila og síðan fóru þeir heim með pabba sínum. Frown 

Nú tekur við slökun og dekur.

bæjó


Bergþór Atli í láni.

Það er svolítið skrítið að fá sitt eigið barn lánað en í dag ætlar Bergþór að koma til mömmu. Við ætlum að fara og kaupa skólatösku, hann er búinn að vera með sömu töskuna frá því í 1. bekk það gengur auðvitað ekki. Whistling 

En nú styttist í að vinnan hefjist, mæting 8:30 á föstudag, er að vísu búin að kíkja út í skóla vegna þess að taflan mín var öll í fokki og er enn að breytast. Vonandi verður hún klár á föstudaginn. Næsta vika er vel bókuð af fundum, veit ekki alveg hvenær maður á að undirbúa kennsluna líklega á kvöldin. 

Nú er það bara harkan í ræktinni, mæting á hverjum degi eða alla vega virka daga. Ég er búin að vera dugleg að mæta í sund á morgnanna, veit ekki hvort það gengur upp þegar vinnan hefst en kemur í ljós.

Jæja best að fara að sækja drenginn minn.

Bæjó


Besta frænka

Nú styttist í það að maður þarf að fara að vinna. Þangað til ætla ég að vera besta frænka í heimi. Í dag er ég að passa krumma litla eða Atla Hrafn og geri það líka á morgun þar sem mamma hans var að byrja á vökudeildinni aftur. Ég og pabbi fórum til Birnu og kíktum á Þumalínu litlu. Hún er ekkert smá lík Sólveigu systur sinni. Birna þurfti aðeins að skreppa út og auðvitað pössuðum við ponsuna og hún steinsvaf allan tímann (sem var nú ekki langur). Þessi litlu krútt eiga í mér hvert bein en samt er nú voða gott að geta látið sig hverfa stundum hehehehehehehe.

Strákarnir eru enn hjá pabba sínum og hafa það örugglega mjög gott. Ég er nú samt farin að sakna þeirra en svona er lífið. Hlakka til að fá þá heim þegar skólinn byrjar.

Jæja best að sinna krumma litla.


Leiðist

Mér leiðist. Er búin að fara að synda og liggja smá í sólbaði, búin að fara til Siggu sys og fékk þar hamborgara, búin að tala í símann nokkrum sinnum við fullt af fólki, ætlaði að fara að slá en þá var Ingbjörg við hliðina byrjuð á því ( við pabbi hennar erum samt viss um að hún gefist fljótlega upp hehe), búin að tala við Stínu á MSN, búin að fara einn bloggrúnt og hvað á ég núna að gera.Pouty 

Er núna í ,,nenni ekki stuði " af því að mér leiðist.

 


Aðeins of mikið hvítvín

í brúðkaupinu í gær. Dagurinn í dag er búinn að vera frekar þungurFrown hvítvínið rann nefnilega ljúflega niður í gær. Alla og Arnar Gauti voru svakalega flott og gullin þeirra líka. Natalía París stóð sig ekkert smá vel í kirkjunni og í veislunni, gekk á milli borða og knúsaði fólk Smile. Veislan var á Korpúlfsstöðum og var salurinn ekkert smá flottur. Eftir veisluna fórum við frænkur og frændur niður í bæ en þegar þangað var komið nennti ég ekki að vera þar og fór bara heim. Núna er ég bara alein heima strákarnir hjá pabba sínum og Ottó í Danaveldi, hundleiðinlegt en maður verður víst að láta sig hafa það. Vonandi verður bara sól svo ég geti fengið smá lit á kroppinn áður en vinnan hefst.

Þeir sem þekkja mig vita að ég fer stundum í ræktina, í síðustu viku ákvað ég að bæta annarri hreyfingu við hjá mér. Mér finnst rosalega gott að fara í sund en hef yfirleitt bara farið í pottana og legið í sólbaði EN núna ætla ég að synda. Æfði nú sund á mínum yngri árum. Ég fór og synti bæði á fimmtudag og föstudag og komst að því að það er betra að vera með sundgleraugu. Hélt að augun ætluðu út úr hausnum í gær mig sveið svo svakalega eftir klórinn. Næsta fjárfesting verður sundgleraugu.

Jæja nenni ekki að hafa þetta lengra enda heilsan ekki alveg komin Crying


Lítil frænka og systir sem sér

Fullt að gerast í minni fjölskyldu í gær. Birna systir fór í keisara og eignaðist stúlku 14 merkur og 50 cm ( frekar lítil miðað við systkini sín). Nú Sigga systir var orðin leið á því að vera með gleraugu þannig að hún fór í augnaðgerð og nú sér hún bara geislabauga  í kringum alla. Ég dauðöfunda hana því ég kemst ekki í svona aðgerð. Nú erum við Pálmi bara ein eftir með gleraugu af systkinunum því Birna fór í þessa aðgerð í fyrra. En hvað er að því að vera með gleraugu??????????? Ég var með strákana hennar Siggu þegar hún fór í aðgerðina og var síðan hjá henni fram eftir degi. Birgir Freyr Sigurjónsson er SVAKAlegur prakkari maður er ekkert á rassinum þegar hann er nálægt. En samt er hann svooooo mikið krútt. Atli Hrafn er farinn að taka aðeins í bróður sinn sem er bara gott. Sigga að detta inn skrifa meira síðar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Íris
Íris

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband