Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Er humar góður?

Þetta er búin að vera annasöm vika. Seldi Opelinn og keypti Yaris í staðinn og er mjög sátt með það. Sólin hefur nú ekki verið neitt að glenna sig of mikið alla vega hef ég eiginlega ekkert verið í sólbaði. En í staðinn hef ég verið að passa börn, var afleysingarmamma fyrir Hallvarð þar sem móðir hans var á ráðstefnu í Danaveldi ( var víst ógó gaman þar). Nú á fimmtudegi komu Egill og Sólveig og voru hjá mér framm á föstudag að vísu með viðkomu hjá pabba um nóttina. Birgir og Atli Hrafn komu líka aðeins og fimmtudegi. Sem betur fer var gott veður þann daginn þannig að hersingin gat verið úti, íbúðin ræður ekki alveg við svona mörg börn. Sigga og Sjonni komu síðan með Sæunni og Jónu Dis og við grilluðum lamb og hammara í liðið. Góður dagur.

Hóstinn er enn til staðar en fór til læknis á fös og hélt hún að ég væri með kinnholsbólgur, fékk sýklalyf og púst í nef og vonandi fer þessi helv........ hóstiDevil. Kemur í ljós.

Fór aðeins í Matborðið í vikunni og sé sko ekki eftir því var nefnilega leist út með humri. Sigga systir grillaði hann síðan í gær og bjó einnig til geggjaða humarsúpu. Humar og hvítvín er það besta sem ég fæ. Allir saddir og sælir í Gvendargeislanum  í gær.

Við Bergþór sátum saman eitt kvöldið að horfa á imbann þegar allt í einu dettur upp úr honum: Mamma ef þú eignast kærasta þá verð ég feiminn fyrst en venst honum síðan á viku. Gott að vera með þessar upplýsingar á hreinu Wink´

Marteinn er mjög upptekinn ungur maður, stundar vinnu og fótboltaæfingar og þess á milli er hann með vinum og vinkonum. Barnið mitt er víst að verða fullorðið hmmmmmm finnst það svolítið erfitt en svona er lífið.


« Fyrri síða

Höfundur

Íris
Íris

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband