5.7.2007 | 09:20
Sólarlaust í dag
Gærdagurinn var vel nýttur, lá í sólinni frá 8:30 til 13:00. Þá var mér orðið flökurt af hita. Plataði pabba til að keyra mig upp í Salahverfi til að hitta Siggu systir. Hún þurfti að fara með Atla Hrafn í skoðun og var með Birgi með, það þarf sko auka hendur með þá tvo saman. Þetta var nú samt létt verk því Birgir svaf í bílnum á meðan Sigga var inni með hinn.
Eftir skoðunina kíktum við á kristalskrónur, fengum okkur síðan ís ( fengum númer 88 en 50 var í afgreiðslu biðum 38 kúnna ekki málið). Kíktum síðan í Hljómsýn og nú veit ég ekkert hvernig útvarp mig langar í, hélt að það væri Tivoli audio songbook en núna ??????
Eftir þetta fórum við heim og skiptum liði til að versla nenntum ekki með 3 drengi í bónus, fyrst fór ég og síðan við báðar því þá var Atli afi kominn til að passa.
Við Bergþór fórum síðan og horfðum á Matta spila fótbolta, tókum fyrri hálfleik. Þeir unnu 3 -1. Síðan grillaður lax hjá Siggu og þar á eftir heim að glápa og kúra.
Í dag verður ekkert sólbað því það er engin sól, sem er bara fínt.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.