6.7.2007 | 16:35
Svo var bara sól
Í gær var síðan ekki sólarlaust heldur bara fullt af henni. Fór í mína hefðbundnu fótboltagöngu og þegar henni lauk um 12 þá hurfu skýin og sólin skein það sem eftir var dags. Fór til Siggu systir og var í garðinum hennar, hún að stinga upp beð en ég og Atli Hrafn í sólinni. ´
Við þurftum síðan að sækja Birgi á leikskólann og komum við í Harley Davidsson búðinni og keyptum eitt gjafabréf fyrir Tóta sem verður sjötugur í sept. Hann er forfallinn mótorhjóla- og gröfugæi eins og Birgir. Enda var Birgir að missa sig í búðinni, fullt fullt af mótorhjólum.
Í morgun þegar ég vaknaði var ég alveg viss um að það væri hellirigning og brjálað veður. En það var ekki rétt, enn einn sólardagurinn að vísu með roki en það var bara í fínu.
Skellti mér í ræktina og hélt að ég kæmist ekki heim eftir tímann, góður en mega erfiður. Ætla aftur á mánudaginn.
Drengirnir mínir eru að fara til föður síns um helgina, verð víst að sætta mig við það. Þarf að fara að læra inn á það að vera ein heima aðra hverja helgi. Það gengur eitthvað erfiðlega er auðvitað búin að vera með þeim nánast alla daga frá fæðingu.
Jæja læt þetta duga í bili.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.