9.7.2007 | 20:30
Mánudagurinn
Helgin liðin og drengirnir komnir heim.
Góða veðrið heldur áfram og allir sáttir við það. Fyrsta dagsverkið var að koma unglingnum á fætur og í ökupróf. Hann er loksins að taka prófið á vespuna, ekki lærði hann nú mikið fyrir þetta og höfðum við foreldrarnir ekki mikla trú á að hann myndi ná nú í annað sinn. En hann kemur manni stöðugt á óvart og náði prófinu. Þá er bara næst að taka verklega prófið og þá get ég anda léttar, hann er þá alla vega með próf.
Næst var að koma þeim litla á fætur og á æfingu, hann var voðalega þreyttur og lengi á fætur. En kl: 11 vorum við mætt við Egilshöllina, hann á æfingu og ég í göngu. Rósa var að sjálfsögðu mætt líka og tókum við góðan klukkutíma rúnt. Ég lét þetta ekki næga heldur skellti mér strax í tíma í Worldclass, ekkert smá dugleg.
Næst lá leiðin í sund. Ég, Bergþór og Birgir skelltum okkur í Grafarvogslaugina. Geggjað veður og snargeggjaðir drengir. Hentu sér í laugina og létu eins og þeir væru einir í heiminum. Engin afslöppun í þetta sinn.
Eftirisundið þurftum við að flýta okkur heim því Matti var læstur úti. Birgir var ekkert smá glaður að sjá stóra frænda. Hann nennir nefnilega að leyfa honum að sitja á vespunni eða mótorhjólinu eins og Birgir kallar hana. Birgi fannst líka skrýtið að Steini væri ekki nálægt og spurði stöðugt um hann. Fannst örugglega skrítið að svarið sem hann fékk var að Steini væri að lúlla.
Skilaði kút og fór aðeins í Inter með Matta, fæ hann aldrei með mér neitt nema í búðir.
Leiðin lá síðan heim því Matti var að fara á leik og síðan á æfingu, kemur örugglega seint heim.
Kíkti aðeins á Ingu Maríu og hennar fólk.
Bergþór er úti að leika eins og vanalega, er greinilega með fráhvarfseinkenni eftir helgina.
Ég sit hér og læt mér leiðast.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.