26.12.2007 | 14:51
Annar í jólum
Jólaboð Atlabarna tókst bara vel. Nokkrir lasnir og sumir skera af sér puttana en það er í góðu vegna þess að á svæðinu voru 2 hjúkkur og 1 sjúkraliði. Hangikjötið svakagott, hvort sem það var einreykt, tvíreykt eða af sauð. Jólagrautur og ís í eftirrétt. Allir saddir og sælir.
Ég er búin að skella mér í ræktina og var svakalega dugleg, hljóp og lyfti smá. Náði síðan í Bergþór Atla en hann var með Siggu og Sjonna í heimsókn hjá Selmu. Núna eru drengirnir mínir að fara til pabba síns í jólakaffiboð. Og ætla ég að slaka á á meðan, verð að safna kröftum fyrir dagmömmudjobbið á morgun.
Er ennþá bara nokkuð ánægð með þessi jól. Finn að allt er á uppleið. Mér líður vel.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
40 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.