18.7.2008 | 23:34
Komin heim
Var að detta heim eftir viku flakk.
Lagði af stað síðasta föstudag með pabba, sonum og Sæunni. Enduðum á við Lagarfljótið í bústað sem STALA. Fórum suðurleiðina og voru krakkarnir ekkert smá góðir. Á laugardeginum skutlaði pabbi okkur í Jökuldalinn þar sem ættarmót í mömmufjölskyldu fór fram. Þetta var hið fínasta ættarmót einn galli á því samt ég var sett í næstu ættarmótsnefnd nei nei það er í fínu er búin að skipuleggja það ehehehehehehehe. Enda datt það upp úr eldri syni mínum þegar nafnið mitt kom að það þyrftu ekki að vera fleiri í nefndinni. En næsta ættarnót með þessu fólki verður árið 2012.
Nú eftir ættarmótið fórum við aftur í bústaðinn til pabba og áttum frábæra daga þar. Við keyrðum ansi mikið enda þurftum við að heimsækja fullt af fólki. Byrjuðum á því að fara á mánudegi til Norðfjarðar og heimsækja ömmu Laugu, við náðum í hana og fórum til Íu og Binna. Fengum þar að sjálfsögðu frábærar veitingar. Síðan lá leiðin til Eskifjarðar til að heimsækja langömmu sona minna og ekki voru móttökurnar þar af verri endanum. Við reyndum að heimsækja Kristjönu og sðan Helga en hvorugt þeirra var heima. Þá skelltum við okkur bara yfir á Reyðarfjörð sem hefur breyst gífurlega á nokkrum árum. Kíktum á Lindu, Matti fór inn í höllina og síðan fórum við auðvitað inn á Sléttu til að skoða hreindýrskálfinn. Bergþór og Sæunn féllu alveg fyrir dýrunum og vildu alls ekki fara heim. En hinn bíllinn beið þannig að við fórum í bústaðinn.
Sjonni og Matti fóru í bæinn á þriðjudegi en við kítkum í afmæli hjá þríburunum.
Á miðvikudegi fórum við á Sléttu fengum að sjálfsögðu frábærar móttökur og góðar veitingar enda hefði Dagga ekki þorað annað hehehehehehe. Eftir hádegi kíktum við á Ástu Kristínu í nýja húsið og þar er geðveikt útsýni. Fórum síðan í kaffi Fáskrúðsfjörð á Fransmannakaffihúsið.
Fimmtudagur: Skelltum okkur á Seyðisfjörð og fórum á flottasta útsýnisstað á Íslandi, Bjólf. Geðveikt. Renndum síðan niður á Norðfjörð til þess að kveðja ömmu, kíkti líka á Kötu vinkonu
Fórum heim á föstudegi og það er gott að vera komin heim
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
30 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nokkrir dagar í stór..stór afmæli..þ.e þú er á leið til mín!!!!!
Inga María, 21.7.2008 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.