24.7.2008 | 14:03
Ég á afmæli í dag.
Þá er eitt árið enn liðið og ég orðin XX gömul. Það sem af er degi er búið að vera frábært. Vaknaði ljúflega, fór með gemlingana á reiðnámskeið, bjó til kjúklingasalat og nammibombu fyrir vinkonur mínar sem buðu sér til mín í gær. Ég NENNTI nefnilega ekki að gera neitt en maður kemst ekki upp með það hjá þessum kennurum hehehehehe. Þær mættu síðan og gerðum við góð skil á því sem var á borðinu, ( ætli ég verði ekki að skella mér á bretti núna). Rétt eftir að þær komu var dinglað og úti stóð ókunnugur maður með köku og risablómvönd, ég var eins og asni. Tók við þessu og grunaði nú strax hvaðan þetta væri hmmmmmmmmmmm Takk fyrir mig. Veit að dagurinn á bara eftir að verða betri.
Kringluferðin í gær var mjög skemmtileg. Ég og Foringinn fengum okkur carpaccio með klettasalati og parmesan á Kringlukránni og það var guðdómlegt er ekki að grínast guðdómlegt fengum okkur gott að drekka með. Eftir þetta ætluðum við að rölta um og skoða í búðarglugga og það gerðum við en duttum óvart inn um einn og alveg inn í mátunarklefa. Þar var kona sem kom með föt á færibandi til að máta og viti menn allt passaði og var svooooo flott. Þannig að þegar við rötuðum út aftur voru þungir pokar með sem kostuðu bara ekki neitt. Var nefnilega allt á megaútsölu. Þar sem pokarnir voru svo þungir ákváðum við að fara bara heim. Kippti yngri syninum með hann hafði farið í skólagarðana með frænku sinni og fannst það frábært. Kom heim skellti mér í leikfimisgallann og síðan í ræktina þrátt fyrir harðsperrur dauðans sem note bene eru ekki betri í dag. Eftir ræktina fór ég til Siggu sys til þess að ná í salat úr garðinum fyrir kjúklingasalatið í dag.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
41 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með dagin heillin :)
Ég ætlaði að skella á þig einum í hádeginu, en barnið sem ég sótti á reiðnámskeið var frekar kalt, þannig að þú færð hann bara næst
Letilufsa, 24.7.2008 kl. 16:54
daginN...
Letilufsa, 24.7.2008 kl. 16:55
Flott fæ ég hann kannski á morgu heheheheheh
Íris, 24.7.2008 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.