28.7.2008 | 16:00
Blautur mánudagur
Ég syng í rigningu ég syng í rigningu eða ekki.
Þá er helgin búin og var þetta frábær helgi, geggjað veður og frábærir nágrannar. Á föstudegi sat ég úti á palli og þar var sól og hiti. Foringinn kom og vildi fá ískaldan bjór að drekka, gat reddað því með því að ræna efri hæðina og til þess að við yrðum ekki uppiskroppa með veigar fylgdi lykill með heheheheheheeh. Foringinn fór heim til sín og synir mínir fóru að kíkja á litlu prinsessuna þannig að ég sat alein úti í sólinni. Ingi og Solla aumkuðu sig yfir mig og sat ég hjá þeim í góða veðrinu með hvítvínsglas. Ottó kom síðan heim og settist hjá okkur en allt í einu varð skítkalt og við færðum okkur inn til þeirra. Fórum síðan að sofa einhvern tíma.
Laugardagurinn var ekki verri, aftur sól og steikjandi hiti. Háþrýstidælan nýtt til að spúla palla og svalir og síðan allt saman málað. Nú þar sem öll húsgögn voru í garðinum og geggjað veður ákváðum við að grilla öll saman og voru veitingarnar þokkalegar. Sumir fengu sér smá hvítvín meðan aðrir misstu sig í rauðvíni, bjór, tópas og koníaki. Sátum á pallinum hjá mér eitthvað fram eftir og síðan fóru allir að sofa. En partýið hélt áfram næsta morgun fyrir framan hún í 20 stiga hita hehehe samt voru nú ekki allir jafn hressir.
Í stuttu máli þá var helgi hreint dásamleg
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fann frasa sem þú ættir að prófa að fara eftir í smá tíma...
Að gera ekki neitt gerir þig þreyttan, þar sem þú getur ekki tekið þér pásu.
Inga María, 31.7.2008 kl. 08:25
Hehehehehehehehe
Íris, 31.7.2008 kl. 10:10
Fann hér annan sem passa við starfsmannastefnu okkar
Það er fáránlegt að skipta fólki í gott og slæmt. Fólk er annað hvort heillandi eða leiðinlegt.
Inga María, 31.7.2008 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.