5.8.2008 | 09:52
Verslunarmannahelgin búin
og var hún hreint dásamleg. Helgin byrjaði á pallinum í Hvannarima hjá Foringjanum, ananas og hvítvín nammmi nammm takk fyrir mig.
Laugardagurinn var bara æðislegur, við fórum á Hilton í MEGA dekur, slökun, nudd, slökun og smá hvítvín með þessu. Um kvöldið borðuðum síðan frábæran mat á Vox. Gistum í frábæru herbergi og nutum þess að vera til. Morgunmaturinn var frábær en verst að maður gat ekki notið hans því ég var enn södd eftir kvöldmatinn.
Á sunnudeginum kíktum við til Siggu systir og þar sem þau voru á leiðinni austur ákvað ég að pína Ottó til að fara til mömmu. Þar var tekið vel á móti okkur með vöfflum og tilheyrandi. Mamma og Teddi sögðu að það væri frumsýningarhelgi hjá þeim því dóttir Tedda kom daginn áður með kærastann sinn í heimsókn. Tveir á sömu helgi nokkuð gott hehehehehehehe. Það sem eftir var dags lágum við í leti.
Sundlaugin heimsótt á mánudegi, langaði að fara í Mosó en hún lokuð þannig að við enduðum í Grafarvogslaug sem var fínt. Eitt sem ég hef verið að spá í ég þoli hita mjög vel það vita þeir sem þekkja mig en gufa og sána er ekki að gera sig fyrir mig þoli ekki að anda hitanum að mér. Merkilegt ekki satt hehehehehehe. Maginn kallaði eftir sundið og bauð ég Ottó á Serano ( ekki alveg Hilton en gott samt). Enduðum helgina á því að fara á Batman með Óla og ekki segja neinum myndin var frábær, skemmti mér konunglega enda í nokkuð góðum félagsskap.
Núna er sól og verður maður ekki að vera úti, nokkrir dagar eftir af fríinu ætla sko að njóta þeirra. Strákarnir eru hjá pabba sínum og verða þar til skólinn byrjar og þó ég sakni þeirra þá vona ég að þeir njóti þess að vera með pabba sínum , Tótu og litlu systur.
Farin út í sólina bæjó
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.