Leita í fréttum mbl.is

Aðeins of mikið hvítvín

í brúðkaupinu í gær. Dagurinn í dag er búinn að vera frekar þungurFrown hvítvínið rann nefnilega ljúflega niður í gær. Alla og Arnar Gauti voru svakalega flott og gullin þeirra líka. Natalía París stóð sig ekkert smá vel í kirkjunni og í veislunni, gekk á milli borða og knúsaði fólk Smile. Veislan var á Korpúlfsstöðum og var salurinn ekkert smá flottur. Eftir veisluna fórum við frænkur og frændur niður í bæ en þegar þangað var komið nennti ég ekki að vera þar og fór bara heim. Núna er ég bara alein heima strákarnir hjá pabba sínum og Ottó í Danaveldi, hundleiðinlegt en maður verður víst að láta sig hafa það. Vonandi verður bara sól svo ég geti fengið smá lit á kroppinn áður en vinnan hefst.

Þeir sem þekkja mig vita að ég fer stundum í ræktina, í síðustu viku ákvað ég að bæta annarri hreyfingu við hjá mér. Mér finnst rosalega gott að fara í sund en hef yfirleitt bara farið í pottana og legið í sólbaði EN núna ætla ég að synda. Æfði nú sund á mínum yngri árum. Ég fór og synti bæði á fimmtudag og föstudag og komst að því að það er betra að vera með sundgleraugu. Hélt að augun ætluðu út úr hausnum í gær mig sveið svo svakalega eftir klórinn. Næsta fjárfesting verður sundgleraugu.

Jæja nenni ekki að hafa þetta lengra enda heilsan ekki alveg komin Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga María

minn ektakarl bjóst við þér ...on the same night...með veigar og alles...er enn ekki að ná því...að þú komst ekki

Inga María, 10.8.2008 kl. 09:20

2 Smámynd: Íris

Passa mig á því að klikka ekki næsta föstudag hehehehehehehehehe

Íris, 10.8.2008 kl. 09:34

3 Smámynd: Inga María

Stjörnuspá

LjónLjón: Einhver reynir að halda í við þig þegar þú stikar áfram á þínum ofurhraða. Hægðu aðeins á þér, þó ekki nema til að vera kurteis. Á minni hraða gerist eitthvað æðisleg

Hvað á þetta að fyrirstilla!

Inga María, 10.8.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íris
Íris

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband