11.8.2008 | 15:24
Besta frænka
Nú styttist í það að maður þarf að fara að vinna. Þangað til ætla ég að vera besta frænka í heimi. Í dag er ég að passa krumma litla eða Atla Hrafn og geri það líka á morgun þar sem mamma hans var að byrja á vökudeildinni aftur. Ég og pabbi fórum til Birnu og kíktum á Þumalínu litlu. Hún er ekkert smá lík Sólveigu systur sinni. Birna þurfti aðeins að skreppa út og auðvitað pössuðum við ponsuna og hún steinsvaf allan tímann (sem var nú ekki langur). Þessi litlu krútt eiga í mér hvert bein en samt er nú voða gott að geta látið sig hverfa stundum hehehehehehehe.
Strákarnir eru enn hjá pabba sínum og hafa það örugglega mjög gott. Ég er nú samt farin að sakna þeirra en svona er lífið. Hlakka til að fá þá heim þegar skólinn byrjar.
Jæja best að sinna krumma litla.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.