16.8.2008 | 09:16
Mætt til vinnu
Vinnan hafin og gaman að hitta alla aftur sólbrúna og sæta. Dagurinn fór að mestu leyti í að laga töflur ( eitthvað sem átti að vera tilbúið). Skólabækur komnar inn í stofu og næsta skref er að gera kennsluáætlanir, töflur fyrir nemendur og annað sem þarf að gera áður en nemendur mæta á svæðið. Þyrfti að fara út í skóla í dag en nenni því bara alls ekki en ef ég geri það ekki verður næsta vika nokkuð þung.
Eftir vinnu í gær fórum við pabbi í Hveragerði að kíkja á krakkaskarann þar hehe. Þumalína svaf allan tímann sem við stoppuðum, Egill var á fullu við að skreyta fyrir Blómstrandi daga sem eru nú um helgina. Rauði liturinn var þeirra og var hann að hengja borða um allt. Skemmtilegt hvernig allir bæjarbúar taka þátt í þessu. Sólveig var ansi fjörug, þurfti að sýna mér eitthvað sem hún vissi varla hvað var. Vildi auðvitað fá sömu athygli og lillan skiljanlega þar sem hún var aðalprinsessan áður. Núna eru þær tvær eða þrjár með Rönnu.
Pálmi bróðir er á landinu um helgina, brúðkaup hjá vini hans. Embla Sif er með honum og ætlar að vera eftir hjá ömmum sínum. Pálmi og Elín koma síðan í september fyrir brúðkaupið hennar Siggu. Vonandi hitti ég hann á eftir, alltaf gott að knúsa litla bro.
Sunnudagurinn lofar góðu þar sem Ottó er að koma heim frá Danmörku. Seinna um daginn er síðan grillveisla hjá fjölskyldu hans sem við ætlum að fara í og þá sé ég slektið í fyrsta sinn , nánast alla í einu. En það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki er það ekki????
Jæja nú þarf ég að taka ákvörðun um það hvort ég eigi að fara að vinna eða skoða bróa.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
40 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.