19.8.2008 | 16:54
Námskeiðið búið
Búin að sitja tvo daga á námskeiði hjá Jóhanni Inga sála. Ég var nú frekar neikvæð fyrir námskeiðið þá sérstaklega hvað það átti að taka langan tíma frá undirbúningi kennslunnar. En þar sem það var nú bara nokkuð skemmtilegt að hlusta á kallinn þá var þetta bara í fínu lagi. Vinn bara hraðar næstu daga og ef það klárast ekki fyrir föstudag þá bara er það svoleiðis.
Þumalína nýjasti meðlimur stórfjölskyldunnar er með hjartagalla þ.e. stórt gat á milli gátta sem er opið á fósturskeiði en á að lokast þegar krílið fæðist. Þetta gæti lokað sér en ef ekki þá þarf hún að fara í aðgerð þegar hún verður ársgömul. Við vonum bara að þetta loki sér svo að krílið þurfi ekki að fara undir hnífinn.
Er þokkalega dugleg í ræktinni en ákvað að sleppa því að fara í dag, sló bara garðinn í staðinn. Sundið gengur ekki alveg eins vel veit ekki alveg hvenær ég ætti að fara þangað.
Að láta aðra hafa áhrif á líðan eða skap sitt, það er eitthvað sem allir þurfa að díla við. Í gær átti ég samtal við manneskju sem hefur í gegnum árin haft veruleg áhrif á skap mitt og líðan. Og þessari manneskju tókst það næstum því í gær. En ég komst útúr aðstæðunum með því að líta á þetta sem verkefni sem ég þurfti að leysa. Aðf hverju?????? Þegar ég var búin að komast að því af hverju þessi manneskja gerði þetta þá losnaði ég. Fékk að vísu hjálp frá góðum vinum og get ekki neitað því að boðskapur Jóhanns Inga hafði líka eitthvað með þetta að gera. Og nú líður mér miklu betur því ég veit að ég hafði betur og kem til með að gera það aftur.
Láta sér líða vel, það er mottó dagsins.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
40 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
spaklega mælt...
ertu þá spök ef þú mælir spaklega?? pæling ;P
Letilufsa, 26.8.2008 kl. 23:24
Jamms ég er ógó spök hehehe
Íris, 27.8.2008 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.