5.9.2008 | 17:12
Taka tvö
September verður ansi strembinn mánuður hjá mér og mínum. Vinnan auðvitað, skírn, fullt af afmælum, brúðkaup og síðan ræktin, fundir, fótboltamót og fótboltaleikir.
Á mánudaginn kom ég með þá yfirlýsingu að ég væri aldrei veik hmmmmm sem er alveg satt. En hvað haldið þið að hafi gerst. Já ég varð veik og er enn veik. Er búin að vera með háan hita og hálsbólgu dauðans. Mætti auðvitað í vinnu á þriðjudegi en þurfti að fara heim um hádegi, skellti mér til læknis sem sagði að ég ætti að vera heima í 4 - 5 daga einmitt eins og það sé hægt sem kennari. Ég var samt heima á miðvikudegi og var í móki allan daginn. Auður kom báða dagana í læknisvitjun og útbjó töfradrykk. Takk fyrir Auður mín. Nú ég vaknaði hitalaus á fim og fór auðvitað í vinnuna en
það var kannski ekki mjög sniðugt því þegar ég var búin að kenna fór ég heim og var þá komin með 39 stiga hita. Lá það sem eftir var dags í sófanum að krókna úr kulda aðra mínútuna og kafna úr hita hina. Ég ákvað því að vera heima í dag og reyna að ná þessu úr mér. Vonandi tekst það um helgina. Ég þoli ekki að vera veik.
En þrátt fyrir að vera veik þá er lífið bara dásamlegt og vonandi verður það áfram.
Jæja orkan búin núna meira seinna
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.