16.10.2008 | 09:10
Lélegur bloggari
Ég held að ég sé einn lélegasti bloggari sem ég þekki, allavega ekki mjög virkur bloggari. Lífið gengur sinn vanagang, vinna og skóli hjá fjölskyldunni. Vika síðan frumburðurinn fékk bílpróf og var ansi mikið bensín notað fyrstu helgina. Hann rúntaði stanslaust á öllum bílum sem hann gat. Ég var frekar stressuð þessa helgina en Ottó alls ekki og lánaði honum sinn bíl, sem er auðvitað miklu betri en Yarisinn minn ( að þeirra mati). En við þurfum ekki lengur að lána honum kerrurnar okkar því drengurinn keypti sér bíl í vikunni, Corollu. Og er hann ekkert smá hrifinn af henni, hún er ekki enn komin með nafn en það hlýtur að koma. Drengurinn er að verða fullorðinn hmmmmm hvernig ætli það gangi.
Í dag er Bergþór Atli í samræmdu könnunarprófi í íslensku og á morgun er það stærðfræðin. Ég sjálf sit yfir mínum nemendum sem eru einnig taka samræmt könnunarpróf. Svaka stuð eða þannig.
Það styttist í helgina og er hún barnlaus hjá okkur Ottó. Fertugsafmæli hjá Veru nágranna á laugardag og ef hvítvín verður í boði þá verður slökun á sunnudag
Annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili, hafið það sem allra best og njótið þess að vera til. Það ætla ég að gera því lífið gæti bara ekki verið betra en það er núna.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
41 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.