Leita í fréttum mbl.is

Langt á milli blogga

Já góðan daginn.

Nú styttist í jólin, fyrsti í aðventu í dag. Afmælistörnin fyrir Bergþór Atla er búin. Við vorum með strákaafmæli á fimmtudaginn og fékk Bergþór að halda það uppi hjá Ottó og vakti playstation 3 mikla lukku. Drengirnir fengu pizzu og köku og horfðu á Narníu 2 á meðan. Yfirleitt hefur verið mikið fjör í þessum strákum en núna voru þeir mjög rólegir og kurteisir enda komnir í 4. bekk. Kennaratakturinn er tekinn á þá og þá gengur allt ljómandi hehehehe.

Í gær kom síðan fjölskyldan og fékk súpu, brauð og meðlæti í hádeginu. Þrátt fyrir litla íbúð ákvað ég að bjóða fjölskyldunni hans Ottó líka. Það var ekkert svo þröngt enda gátu unglingarnir laumað sér á efri hæðina. Afmælið tókst mjög vel og það best var að ég var  búin að ganga frá öllu fyrir kl:17.

Margt hefur nú gerst síðan síðast var bloggað og nenni ég ekki að rifja það neitt upp nema kannski að ég byrjaði á því að baka pönnukökur. Þegar ég var í grunnskóla átti ég að baka pönnukökur og tókst það mjööööög illa og ákvað ég því að ég gæti þetta bara ekki. Hef reynt kannski 3 eftir þetta og alltaf klúðrað því. En um daginn þá var ættarmót hjá Ottó og hann lofaði að koma með pönnukökur, þar sem hann kann ekki að gera þær þá þurfti ég auðvitað að aðstoða hann við þetta og viti menn ég er algjör snillingur í pönnukökubakstri. Einn sunnudagsmorguninn stóð ég við eldavélina í 4 klukkutíma og steikti pönnsur og þær voru frábærar þó ég segi sjálf frá.

Næsta föstudag ætla ég ásamt pabba, mömmu, Siggu og Sæunni að leggja land undir fót og liggur leiðin til Oxford. Við ætlum að vera viðstödd útskrift Pálma bró, nánar tiltekið hjá DR Pálma.  Mikill spenningur er í liðinu sérstaklega hjá Sæunni. Pabbi er búinn að gefa það út að ekkert verði verslað, já einmitt. Við ætlum aðeins að kíkja í búðir en ekkert mikið því pundið hækkar á hverjum degi.

Jæja nenni ekki meiru ætla að reyna að vekja þessa karlmenn sem ég bý með.Njótið lífsins því það er dásamlegt að vera til núna. Koss og knús handa þeim sem nenna að lesa þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íris
Íris

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband