Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
26.12.2007 | 14:51
Annar í jólum
Jólaboð Atlabarna tókst bara vel. Nokkrir lasnir og sumir skera af sér puttana en það er í góðu vegna þess að á svæðinu voru 2 hjúkkur og 1 sjúkraliði. Hangikjötið svakagott, hvort sem það var einreykt, tvíreykt eða af sauð. Jólagrautur og ís í eftirrétt. Allir saddir og sælir.
Ég er búin að skella mér í ræktina og var svakalega dugleg, hljóp og lyfti smá. Náði síðan í Bergþór Atla en hann var með Siggu og Sjonna í heimsókn hjá Selmu. Núna eru drengirnir mínir að fara til pabba síns í jólakaffiboð. Og ætla ég að slaka á á meðan, verð að safna kröftum fyrir dagmömmudjobbið á morgun.
Er ennþá bara nokkuð ánægð með þessi jól. Finn að allt er á uppleið. Mér líður vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2007 | 11:24
Jóladagur í dag
Þá eru enn ein jólin komin. Í þessari fjölskyldu einkennast þau af veikindum. Atli Hrafn litla músin mín er búinn að vera fárveikur síðan á fimmtudag. Hann er með lungnabólgu og hlaupabólu. Hann er með mikinn hita og búinn að vera sárlasinn. Loksins fékk Bergþór Atli hlaupabóluna en tekur hana aðeins betur en nafni sinn. Hann er með 6 bólur og bara fjallhress ( ennþá). Síðan er Sólveig Lilja með hita heima hjá sér í Hveró.
Í gær aðfangadag vorum við pabbi og strákarnir mínir hjá Siggu og hennar fjölskyldu. Borðuðum hamborgarhrygg og tilheyrandi. Síðan fengum við kaneltertu og ís í eftirrétt. Að venju voru margir pakkar undir trénu og ég held að það hafi tekið hátt í 3 tíma að opna herlegheitin. Bergþór og Sæunn sáu um að lesa til skiptis. Allir fengu fullt af fallegum gjöfum og var Birgir sérstaklega hrifinn af Spiderman sem Bergþór fékk frá bróður sínum. Kvöldið var einstaklega gott enda gott að vera í Gvendargeislanum. Mamma og Teddi kíktu þegar þau voru á leið heim. Ég og synir mínir fórum síðan heim og klæddum okkur í nýju Joe boxer náttfötin okkar og slökuðum vel á. Fórum seint að sofa en vöknuðum auðvitað snemma í morgun.
Ég er mjög ánægð með þetta aðfangadagskvöld, mér leið mjög vel og vona að þetta sé það sem koma skal.
Í dag verður jólahangikjöt hjá Atlabörnum og vonandi geta allir komið þrátt fyrir veikindi. Boðið verður í Gvendargeislanum því það er stærsta húsið hehehe. Jæja hef þetta ekki meira að sinni vonandi verð ég nú duglegri að blogga á næstunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar