Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Sunnudagur

Helgin er búin að vera æðisleg, já já taka væmnina á þetta, en þetta er alveg satt. Helgin byrjaði eiginlega á fimmtudaginn hjá okkur því það var vetrarfrí í skólanum á föstudaginn. Við borðuðum grillaðan kjúkling og síðan var kósýkvöld með helling af nammi og dvd mynd. Þar sem ég er í algjörum minnihluta (1 á móti 4) á mínu  heimili núna var horft á strákamynd, Indiana Jones. Matti var sá eini sem þurfti að vakna á föstudeginum og fara í skóla. Við hin gátum sofið og haft það kósý, Ottó tók sér frí til að geta verið með okkur heima. Þegar Matti kom heim fórum við öll í sund og síðan á Subway að næra sig. Um kvöldið var síðan pizza hjá Gunnu systir hans Ottó þar sem stórfjölskyldan hittist. Þau eru með svona kvöld annan hvern föstudag og finnst mér þetta frábær hefð. Laugardagurinn fór í mest lítið fótboltaáhorf hjá sumum en ég keyrði pabba á völlinn en hann ætlar að passa Emblu í vetrarfríinu hennar sem er vika. Þegar ég kom heim fórum við að versla í matinn, drengirnir vildu allir lambakjöt sem var erfitt að fá. Enduðum í Gallerýkjöt á Grensásvegi og fengum fínar lærisneiðar og geðveikt nautakjöt. Ottó eldaði þetta ofan í okkur og allir voru saddir og sælir þegar sest var  niður fyrir framan kassann. Nú er kominn sunnudagur og er ég að reyna að fá liðið út en það gengur frekar hægt því það er fótbolti í sjónvarpinu og eru þeir ALLIR fótboltasjúkir. Í hvað er ég eiginlega kominSmile Á morgun er líka vetrarfrí og ætla ég sko að njóta þess.

Þangað til næst hafið það sem allra best og njótið þess að vera til. Lífið er geggjað hehehehehehe


Pabbi á afmæli í dag

Elsku pabbi minn

Til hamingju með daginn.

Kreppa kreppa kreppa þetta er hundleiðinlegt orð og ástand sem er að skemma fyrir mér argasta. Þrátt fyrir allt þetta vesen er nóg að gera hjá mér og mínum. Á laugardag var það afmælið hjá Veru nágranna, nokkuð gott og ekkert smá skemmtilegur DJ ( enda ættaður úr Hrísrimanum). Sunnudagurinn fór í mega slökun. Bergþór fór í 2 afmæli um helgina og það styttist í hans eigið  (17. nóv). Við skiptum um dekk á bílnum mínum eða ok Ottó sá um það ég horfði bara á hehehehe. Marteinn keyrir og keyrir og keyrir og já hann er sem sagt að missa sig núna. Pabbi hans keypti vetrardekk undir drossíuna þannig að maður getur verið aðeins rólegri. Framundan er síðan vetrarfrí, ekki leiðinlegt.

Eins og þeir sem hafa komið heim til mín vita þá á ég svolítið af húsgögnum, nú er unnið í því að jafna fjölda þeirra á báðum hæðum. Í gær fluttu stólarnir mínir upp og framundan er að fara með einn skáp. Það verður þá aðeins rýmra um okkur á neðri hæðinni og sumir geta notið sín í langþráðum húsbóndastól.

Bless í bili


Lélegur bloggari

Ég held að ég sé einn lélegasti bloggari sem ég þekki, allavega ekki mjög virkur bloggari. Lífið gengur sinn vanagang, vinna og skóli hjá fjölskyldunni. Vika síðan frumburðurinn fékk bílpróf og var ansi mikið bensín notað fyrstu helgina. Hann rúntaði stanslaust á öllum bílum sem hann gat. Ég var frekar stressuð þessa helgina en Ottó alls ekki og lánaði honum sinn bíl, sem er auðvitað miklu betri en Yarisinn minn ( að þeirra mati). En við þurfum ekki lengur að lána honum kerrurnar okkar því drengurinn keypti sér bíl í vikunni, Corollu. Og er hann ekkert smá hrifinn af henni, hún er ekki enn komin með nafn en það hlýtur að koma. Drengurinn er að verða fullorðinn hmmmmm hvernig ætli það gangi.

Í dag er Bergþór Atli í samræmdu könnunarprófi í íslensku og á morgun er það stærðfræðin. Ég sjálf sit yfir mínum nemendum sem eru einnig taka samræmt könnunarpróf.  Svaka stuð eða þannig.

Það styttist í helgina og er hún barnlaus hjá okkur Ottó. Fertugsafmæli hjá Veru nágranna á laugardag og ef hvítvín verður í boði þá verður slökun á sunnudagSmile

Annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili, hafið það sem allra best og njótið þess að vera til. Það ætla ég að gera því lífið gæti bara ekki verið betra en það er núna.InLove


Allt vitlaust í landinu

Skútan slapp við að sökkva í bili alla vega. Ekki laust við  það að þunglyndiseinkenni láti á sér kræla í allir þessari banka og penignaumræðu.  En það þýðir víst ekkert að væla yfir þessu, mennirnir sem vildu ekki bjóða mér í bátinn á sínum tíma þröngva sér upp í minn núna og ég get bara alls ekki komið þeim fyrir borð. Þegiðu bara, hlýddu og vertu góð við alla alveg sama hvað þeir gerðu af sér já já já.

Jæja nóg um þetta tuð því lífið hefur upp á fullt annað að bjóða. Við erum búin að fara í fullt af alls konar veislum, afmæli og skírnarveislur.  Merkilegt hvað það fæðast mörg börn núna í kringum mig. Nýjustu nöfnin eru Aðalheiður Sif, Daníel Rökkvi, Sigrún Helga og Hildur Helga. Þessi kríli tengjast stórfjölskyldunni í Hrísrimanum og enn er von á fleirum.

Læt þetta duga í bili, njótið lífsins. Ég er alla vega að gera það ;0)


Höfundur

Íris
Íris

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband