Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
28.7.2008 | 16:00
Blautur mánudagur
Ég syng í rigningu ég syng í rigningu eða ekki.
Þá er helgin búin og var þetta frábær helgi, geggjað veður og frábærir nágrannar. Á föstudegi sat ég úti á palli og þar var sól og hiti. Foringinn kom og vildi fá ískaldan bjór að drekka, gat reddað því með því að ræna efri hæðina og til þess að við yrðum ekki uppiskroppa með veigar fylgdi lykill með heheheheheheeh. Foringinn fór heim til sín og synir mínir fóru að kíkja á litlu prinsessuna þannig að ég sat alein úti í sólinni. Ingi og Solla aumkuðu sig yfir mig og sat ég hjá þeim í góða veðrinu með hvítvínsglas. Ottó kom síðan heim og settist hjá okkur en allt í einu varð skítkalt og við færðum okkur inn til þeirra. Fórum síðan að sofa einhvern tíma.
Laugardagurinn var ekki verri, aftur sól og steikjandi hiti. Háþrýstidælan nýtt til að spúla palla og svalir og síðan allt saman málað. Nú þar sem öll húsgögn voru í garðinum og geggjað veður ákváðum við að grilla öll saman og voru veitingarnar þokkalegar. Sumir fengu sér smá hvítvín meðan aðrir misstu sig í rauðvíni, bjór, tópas og koníaki. Sátum á pallinum hjá mér eitthvað fram eftir og síðan fóru allir að sofa. En partýið hélt áfram næsta morgun fyrir framan hún í 20 stiga hita hehehe samt voru nú ekki allir jafn hressir.
Í stuttu máli þá var helgi hreint dásamleg
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.7.2008 | 14:29
Biðin á enda
Þetta slapp rétt fyrir horn. Systir þeirra bræðra fæddist í morgun rétt fyrir kl: 9, 15 merkur og 51 cm.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2008 | 13:55
Það er komin sól aftur
Þá er afmælisdagurinn búinn og næsti kemur eftir heilt ár. Dagurinn var frábær í alla staði, vinkonur í kjúklingasalati, pabbi kom í kaffi, Sigga og strákarnir kíktu líka í köku og síðan fórum við að borða með Ottó og Óla um kvöldið. Strákarnir fengu að velja stað og var það American Style. Matti og Óli skelltu sér síðan á Fjölnir - Víkingur R og auðvitað unnum við hehehehehehe. Restin af fólkinu fór í ísbíltúr og síðan heim í slökun.
Í dag er ég búin að fara í ræktina og slá garðinn og er að fara að sækja krakkana á reiðnáskeið. Held að ég plati þau bara með mér í sund í þessu líka geggjaða veðri.
Bæjó.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2008 | 14:03
Ég á afmæli í dag.
Þá er eitt árið enn liðið og ég orðin XX gömul. Það sem af er degi er búið að vera frábært. Vaknaði ljúflega, fór með gemlingana á reiðnámskeið, bjó til kjúklingasalat og nammibombu fyrir vinkonur mínar sem buðu sér til mín í gær. Ég NENNTI nefnilega ekki að gera neitt en maður kemst ekki upp með það hjá þessum kennurum hehehehehe. Þær mættu síðan og gerðum við góð skil á því sem var á borðinu, ( ætli ég verði ekki að skella mér á bretti núna). Rétt eftir að þær komu var dinglað og úti stóð ókunnugur maður með köku og risablómvönd, ég var eins og asni. Tók við þessu og grunaði nú strax hvaðan þetta væri hmmmmmmmmmmm Takk fyrir mig. Veit að dagurinn á bara eftir að verða betri.
Kringluferðin í gær var mjög skemmtileg. Ég og Foringinn fengum okkur carpaccio með klettasalati og parmesan á Kringlukránni og það var guðdómlegt er ekki að grínast guðdómlegt fengum okkur gott að drekka með. Eftir þetta ætluðum við að rölta um og skoða í búðarglugga og það gerðum við en duttum óvart inn um einn og alveg inn í mátunarklefa. Þar var kona sem kom með föt á færibandi til að máta og viti menn allt passaði og var svooooo flott. Þannig að þegar við rötuðum út aftur voru þungir pokar með sem kostuðu bara ekki neitt. Var nefnilega allt á megaútsölu. Þar sem pokarnir voru svo þungir ákváðum við að fara bara heim. Kippti yngri syninum með hann hafði farið í skólagarðana með frænku sinni og fannst það frábært. Kom heim skellti mér í leikfimisgallann og síðan í ræktina þrátt fyrir harðsperrur dauðans sem note bene eru ekki betri í dag. Eftir ræktina fór ég til Siggu sys til þess að ná í salat úr garðinum fyrir kjúklingasalatið í dag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2008 | 11:42
Miðvikudagur í dag.
Búin að skutla krökkunum á reiðnámskeið og vonandi verða þau ekki jafnblaut og í gær. Ég er ekki alveg að höndla það að vera svona heima, búin að þvo tvær þvottavélar og hengja upp úr þeim, ryksuga alla íbúðina og taka úr uppþvottavélinni. Held að ég komi mér út úr húsi svo ég verði ekki geðveik á heimilisstörfum hehehehehehe. Planið er að hitta foringjann í Kringlunni, fá okkur að borða og kíkja kannski í búðarglugga. Það er mun skemmtilegra heldur en að þrífa.
Setti inn nokkrar myndir í gær frá ferðinni austur.
Jæja best að fara að græja sig fyrir Kringluna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.7.2008 | 09:27
Aftur rigning
og hvað á ég þá að gera hehehehehehe.
Bergþór og Sæunn komu ánægð heim eftir fyrsta dag á reiðnámskeiði ánægð með sína hesta og bara allt.
Birna systir komin með dag verður skorin 060808 þannig að systur mínar verða báðar undir hnífnum þann daginn önnur með augun og hin með mallann. Og ætli ég verði ekki með krakkaskarann á meðan sem er bara ljúft. Nóg að gera þann daginn.
Fór í ræktina í gær eftir smá frí og OMG hélt að ég myndi ekki hafa tímann af merkilegt hvað maður er fljótur að missa þol. Ákvað síðan á hjóla á leikinn Fjölnir - Þróttur sem ég gerði, horfði síðan á fyrri hálfleik sem var ekkert skemmtilegur. Fór heim með hausverk og missti af fullt af mörkum en það var allt í lagi því heima beið miklu betri kostur.
Njótið dagsins
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2008 | 10:28
Það er ekki sól!!!!!!!!!
Í dag er sem sagt rigning og hvað gera bændur þá. Jú inniverkin sem hafa legið á hakanum í allt sumar. Þegar ég var búin að skutla Bergþóri og Sæunni á reiðnámskeið tók ég upp tusku og er búin að vera eins og stormsveipur um íbúðina. Núna er íbúðin sem sagt orðin tandurhrein.
Helgin var nokkuð ljúf enda vel tekið á móti manni eftir vikudvöl á Austurlandinu. Á laugardegi kom Atli Hrafn í pössun til frænku og gisti. Okkur var boðið í mat um kvöldið og lék hann á alls oddi þar. Fór að sofa um hálf tíu og svaf eins og engill til 8:30 en þá vildi hann fara á fætur og út. Við fórum síðan í afmæli til Egils og þar voru sko kræsingar á boðstólum nammi nammi.
Núna er ég að bíða eftir Agli og Sólveigu þau ætla að vera hjá mér meðan móðir þeirra fer í mæðraskoðun, hún vonast til að fá að fara í keisara 080808. Nú talandi um óléttar konur þá eru synir mínir enn að bíða eftir litlu systur, hún átti að koma 13. júlí en er ekki enn komin.
Jæja börnin komin og ég verð víst að sinna skyldum mínum sem móðursystir bæjó
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2008 | 23:34
Komin heim
Var að detta heim eftir viku flakk.
Lagði af stað síðasta föstudag með pabba, sonum og Sæunni. Enduðum á við Lagarfljótið í bústað sem STALA. Fórum suðurleiðina og voru krakkarnir ekkert smá góðir. Á laugardeginum skutlaði pabbi okkur í Jökuldalinn þar sem ættarmót í mömmufjölskyldu fór fram. Þetta var hið fínasta ættarmót einn galli á því samt ég var sett í næstu ættarmótsnefnd nei nei það er í fínu er búin að skipuleggja það ehehehehehehehe. Enda datt það upp úr eldri syni mínum þegar nafnið mitt kom að það þyrftu ekki að vera fleiri í nefndinni. En næsta ættarnót með þessu fólki verður árið 2012.
Nú eftir ættarmótið fórum við aftur í bústaðinn til pabba og áttum frábæra daga þar. Við keyrðum ansi mikið enda þurftum við að heimsækja fullt af fólki. Byrjuðum á því að fara á mánudegi til Norðfjarðar og heimsækja ömmu Laugu, við náðum í hana og fórum til Íu og Binna. Fengum þar að sjálfsögðu frábærar veitingar. Síðan lá leiðin til Eskifjarðar til að heimsækja langömmu sona minna og ekki voru móttökurnar þar af verri endanum. Við reyndum að heimsækja Kristjönu og sðan Helga en hvorugt þeirra var heima. Þá skelltum við okkur bara yfir á Reyðarfjörð sem hefur breyst gífurlega á nokkrum árum. Kíktum á Lindu, Matti fór inn í höllina og síðan fórum við auðvitað inn á Sléttu til að skoða hreindýrskálfinn. Bergþór og Sæunn féllu alveg fyrir dýrunum og vildu alls ekki fara heim. En hinn bíllinn beið þannig að við fórum í bústaðinn.
Sjonni og Matti fóru í bæinn á þriðjudegi en við kítkum í afmæli hjá þríburunum.
Á miðvikudegi fórum við á Sléttu fengum að sjálfsögðu frábærar móttökur og góðar veitingar enda hefði Dagga ekki þorað annað hehehehehehe. Eftir hádegi kíktum við á Ástu Kristínu í nýja húsið og þar er geðveikt útsýni. Fórum síðan í kaffi Fáskrúðsfjörð á Fransmannakaffihúsið.
Fimmtudagur: Skelltum okkur á Seyðisfjörð og fórum á flottasta útsýnisstað á Íslandi, Bjólf. Geðveikt. Renndum síðan niður á Norðfjörð til þess að kveðja ömmu, kíkti líka á Kötu vinkonu
Fórum heim á föstudegi og það er gott að vera komin heim
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.7.2008 | 08:36
Í Hrísrima er gott að vera.
Gærdagurinn var bara geggjaður. Sólin skein og ég var náttúrulega í sólbaði hehehehehe. Hvaðan ætli ég hafi þessa sólsýki hmmmmmmm? Kíkti á pallinn hennar Ingu og omg þar var sko steik og geggjað að liggja. Fékk að vísu leiðinlegar fréttir af nöfnu minni en ég veit að hún kemur til baka.
Við Sigga reyndum að fara í ræktina í gær en Birgir harðneitaði að vera í gæslu kannski skiljanlegt þar sem hann var búin að vera á leikskólanum allan daginn. En allt lagaðist þegar mamma hans kom og bjargaði honum síðan fékk hann bjór (bjór hjá honum er allt sem drukkið er úr flösku) og þá var hann glaður hehe.
Er búin að komast að því að lífið getur verið æðislegt sérstaklega í Hrísrima því þar eru svooooo góðir nágrannar á öllum hæðum.
Jæja þarf að koma bíldruslu til Keflavíkur svo að litli bro geti nú keyrt um á klakanum og síðan ætla ég að hafa það bara æðislega gott og sérstaklega í kvöld.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2008 | 09:20
Er humar góður?
Þetta er búin að vera annasöm vika. Seldi Opelinn og keypti Yaris í staðinn og er mjög sátt með það. Sólin hefur nú ekki verið neitt að glenna sig of mikið alla vega hef ég eiginlega ekkert verið í sólbaði. En í staðinn hef ég verið að passa börn, var afleysingarmamma fyrir Hallvarð þar sem móðir hans var á ráðstefnu í Danaveldi ( var víst ógó gaman þar). Nú á fimmtudegi komu Egill og Sólveig og voru hjá mér framm á föstudag að vísu með viðkomu hjá pabba um nóttina. Birgir og Atli Hrafn komu líka aðeins og fimmtudegi. Sem betur fer var gott veður þann daginn þannig að hersingin gat verið úti, íbúðin ræður ekki alveg við svona mörg börn. Sigga og Sjonni komu síðan með Sæunni og Jónu Dis og við grilluðum lamb og hammara í liðið. Góður dagur.
Hóstinn er enn til staðar en fór til læknis á fös og hélt hún að ég væri með kinnholsbólgur, fékk sýklalyf og púst í nef og vonandi fer þessi helv........ hósti. Kemur í ljós.
Fór aðeins í Matborðið í vikunni og sé sko ekki eftir því var nefnilega leist út með humri. Sigga systir grillaði hann síðan í gær og bjó einnig til geggjaða humarsúpu. Humar og hvítvín er það besta sem ég fæ. Allir saddir og sælir í Gvendargeislanum í gær.
Við Bergþór sátum saman eitt kvöldið að horfa á imbann þegar allt í einu dettur upp úr honum: Mamma ef þú eignast kærasta þá verð ég feiminn fyrst en venst honum síðan á viku. Gott að vera með þessar upplýsingar á hreinu ´
Marteinn er mjög upptekinn ungur maður, stundar vinnu og fótboltaæfingar og þess á milli er hann með vinum og vinkonum. Barnið mitt er víst að verða fullorðið hmmmmmm finnst það svolítið erfitt en svona er lífið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar