Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
23.9.2008 | 14:29
Var klukkuð
Grunnskólakennari, aðstoðarmaður í eldhúsi, mínibarsstjóri , barnapía
Fjórar bíómyndir:
My best friends wedding, Harry Potter, Leaglly blond
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Reykjavík
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Næturvaktin, Greys Anatomy, House, Friends
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
Mbl.is, Facebook,
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Spánn, Bretland, Krít
Fjórir uppáhalds réttir:
humar humar humar humar
Fjórar bækur:
Vá get ekki valið
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 16:29
Brúðkaup búið og 3 afmæli um næstu helgi
Jæja þá eru þau lögleg Sigga og Sjonni. Stóri dagurinn var á laugardaginn og tókst þetta allt saman stórvel, þrátt fyir rok og rigningu. Flottar veitingar, skemmtilegt fólk og allt eins og það átti að vera. Held bara að allir hafi verið svakalega sáttir.
Framundan eru síðan afmæli, Matti og Birgir eiga afmæli um næstu helgi. Og síðan ætlar Ottó að halda upp á afmælið hans Óla sem var um síðustu helgi. Þannig að það er nóg að gera á þessum bæ.
Ekki má gleyma því að Marteinn er að verða 17 ára sem þýðir BÍLPRÓF.
Hafið það sem allra best.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2008 | 11:36
Aðalheiður Sif
Þumalína fékk nafn í gær, Aðalheiður Sif heitir stúlkan. Verður líklega kölluð Heiða Sif. Heiða amma hét Aðalheiður og amma hans Gaua hét Anna Aðalheiður. Þannig að nafnið kemur báðum megin frá. Grínið í gær var það að nú væru Heiða og Ottó komin aftur í fjölskylduna ( maðurinn hennar ömmu hét nefnilega Ottó). Gaman að þessu.
Í dag er það síðan afmæli hjá Emblu Sif í Keflavík og brúðkaup næstu helgi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2008 | 17:12
Taka tvö
September verður ansi strembinn mánuður hjá mér og mínum. Vinnan auðvitað, skírn, fullt af afmælum, brúðkaup og síðan ræktin, fundir, fótboltamót og fótboltaleikir.
Á mánudaginn kom ég með þá yfirlýsingu að ég væri aldrei veik hmmmmm sem er alveg satt. En hvað haldið þið að hafi gerst. Já ég varð veik og er enn veik. Er búin að vera með háan hita og hálsbólgu dauðans. Mætti auðvitað í vinnu á þriðjudegi en þurfti að fara heim um hádegi, skellti mér til læknis sem sagði að ég ætti að vera heima í 4 - 5 daga einmitt eins og það sé hægt sem kennari. Ég var samt heima á miðvikudegi og var í móki allan daginn. Auður kom báða dagana í læknisvitjun og útbjó töfradrykk. Takk fyrir Auður mín. Nú ég vaknaði hitalaus á fim og fór auðvitað í vinnuna en
það var kannski ekki mjög sniðugt því þegar ég var búin að kenna fór ég heim og var þá komin með 39 stiga hita. Lá það sem eftir var dags í sófanum að krókna úr kulda aðra mínútuna og kafna úr hita hina. Ég ákvað því að vera heima í dag og reyna að ná þessu úr mér. Vonandi tekst það um helgina. Ég þoli ekki að vera veik.
En þrátt fyrir að vera veik þá er lífið bara dásamlegt og vonandi verður það áfram.
Jæja orkan búin núna meira seinna
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 10:26
ARGASTA
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar